Opnanir á efri svæðum Blöndu

Nú hefur svæði eitt í Blöndu verið opið í tæpar tvær vikur og togast jafnt og þétt upp úr ánni. Menn hafa á orði að þetta sé veiði líkari meðalári, engin veisla líkt og í fyrra en alltaf eitthvað á hverjum degi. Enn samanstendur aflinn eingöngu af stórlaxi 8 pund plús. Í dag, þann 20.06 opnuðu svo svæði tvö og …

Stóra Laxá iðar af stórlaxi

Það var fyrir nokkru síðan að við heyrðum af því að fyrstu laxarnir hefðu sést í Stóru Laxá. Nú nýlega fóru Nökkvi Svavarsson og Þórir Grétar sem skipa hluta af árnefnd árinnar upp eftir að dytta að og gera allt fínt fyrir sumarið og tóku þeir myndavélina með. Það var glæsileg sjón sem mætti þeim félögum upp á svæði fjögur, …

Um opnunarhollið í Blöndu 1

Eins og menn vita opnaði Blanda að morgni þess 5. Júní. Við vorum áður búin að gera fyrsta deginum skil en ætlum nú að flytja fréttir af því hvernig hollinu reiddi af í heild. Fyrsta laxinn veiddi Reynir M Sigmunds úr Dammi að sunnan kl 7: 15 og fyrsta daginn veiddust 15 laxar úr ánni og var veiðin vel dreifð. …

Laxinn mættur í Tungufljótið

Við heyrðum af því fregnir að laxinn væri mættur í Tungufljótið.  Óli á Torfastöðum var á ferð við fossinn Faxa og sá laxa stökkva á breiðunni. Það er afar ánægjulegt að heyra að hann er snemma á ferðinni í Tungufljótið eins og annar staðar. Tungufljótið skilaði yfir 300 löxum síðasta sumar og við búumst við góðri bætingu í ár. Verði …

Af Blönduopnun

Blanda opnaði kl 7:00 í gær og gengu veiðar vel fyrsta daginn. Reynir M Sigmunds landaði fyrsta laxinum kl:7:15 og var það vel haldinn og glæsilegur Blönduhöfðingi. Reynir hefur líklega sofið yfir sig og því ekki tekið laxinn fyrr 🙂  Á fyrstu vaktinni komu svo 9 til viðbótar á land eða 10 í heildina. Seinniparts vaktin var ekki að gefa …

Opnun Blöndu

Nú eru ekki nema rétt tæpir þrír dagar í að Blanda opni. Svæði eitt í Blöndu opnar á mánudagsmorguninn þann 05.06 kl 7:00 og eru þeir veiðimenn sem opna ána beinlínis að missa sig af spenningi. Það er sama gengi veiðimanna sem opnar ána nú og síðustu sumur og værum við illa svikin ef við fengjum ekki fréttir af veiði …

Holl í Norðurá og fl.

Við erum með í endursölu flott þriggja daga holl í Norðurá 15-18.06. Algerlega dásamlegur tími til að vera þarna og laxinn er nú þegar mættur. Hér má kaupa sér dásemdardaga í Norðurá: Norðurá vefsala Svo var að losna hjá okkur flott holl í Svartá 23-26.07,  Hægt er að kaupa minnst tvær stangir saman í einn dag. Hér má finna Svartá: …

Stangir í Ytri Rangá

Vegna forfalla eigum við nokkrar stangir lausar í Ytri Rangá á fábærum tíma í sumar.  Um er að ræða dagana 11-12.07 og 14-16.07. Þessi vika gaf um 800 laxa árið 2016.  Kaupa má leyfin hér á vefsölunni: Ytri Rangá leyfi Veiðikveðja – Jóhann Davíð – jds@lax-a.is   

Laxinn mættur í Leirvogsá

Nýlega bárust okkur hjá Lax-Á fregnir af því að laxar hefðu sést neðst í Leirvogsá á leið upp ána. Heimildarmaður okkar: ,Gunnar Örn Pétursson, hefur verið að fylgjast með ánni síðustu daga og hann segist hafa séð laxa ganga upp ána oftar en einu sinni. Gunnar sendi okkur myndir til að staðfesta mál sitt og má sjá eina þeirra með …

Dee og Spey í Skotlandi

Laxá hefur lengi haft umsýslu með veiðileyfum á svæðinu Lower Crathes í ánni Dee að gera. Svæðið er talið eitt það besta í ánni og eru veiðleyfin nokkuð umsetin þar sem sömu menn koma ár eftir ár. Dee er feikna veiðsvæði með yfir 100 leyfðum stöngum í ánni, leyfin eru til þess að gera ódýr miðað við Ísland enda er …