Bókanir fyrir 2018

Nú erum við búin að hafa samband við alla sem voru að veiðum hjá okkur í sumar og bjóða þeim dagana sína aftur. Ef þú varst með daga hjá okkur og ekki hefur verið haft samband við þig en þú hefur hug á að endurbóka endilega sendu undirrituðum línu sem fyrst.  Í framhaldi af endurbókunum höfum við nú hafið almenna …

Leirvogsá 2018

Eins og menn vita var reynt að gera Leirvogsá að hreinni fluguveiðiá í sumar sem leið. Það var tilraun sem gekk ekki upp og því verður þeirri ákvörðun snúið á næsta ári með ákveðnum skilyrðum. Kvóti verður ríflegur í Leirvogsá eða sex laxar á stöng á dag og því ættu menn að geta náð sér vel í soðið úr ánni.  …

Veisla í báðum Rangánum á næsta ári?

Eystri Rangá var ekki alveg upp á sitt besta í sumar sem leið. Áin endaði vertíðina í 2143 laxi sem er töluvert undir meðaltali og rétt yfir 1000 löxum minna en árið 2016.  Þrátt fyrir þetta endaði áin í þriðja sæti yfir flesta veidda laxa á Íslandi í ár, eingöngu Miðjarðará og Ytri Rangá voru fyrir ofan hana.  Það er …

Úthlutun 2018

Kæru veiðimenn, Við erum nú á fullu að raða niður á veiðisumarið 2018. Bendum mönnum á að hafa samband sem fyrst vilji þeir tryggja sér ákveðna daga þar sem nú þegar er farið að þynnast framboðið í mörgum ám. Viljum benda á að nú verður maðkur aftur leyfður í Leirvogsá og við eigum einhverja flotta daga þar eftir.  Einnig vildum …

Breytingar í Leirvogsá 2018

Eins og menn vita var eingöngu fluga leyfð í Leirvogsá í sumar sem leið. Margir fögnuðu þessu framtaki en aðrir voru fúlir eins og gengur. Við höfum nú ákveðið að snúa við þessari ákvörðun og leyfa maðkveiði að nýju í ánni sumarið 2018 með ákveðnum skilyrðum: Maðkur er leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum …

Stóra laxá hrokkin í gírinn

Eftir mikið vatnsveður síðustu daga fór loks að hækka í Stóru Laxá sem um munaði. Skot höfðu komið í ána fyrr í mánuðnum en ekkert í líkingu við mokið sem brast á með hækkandi vatni.  Við höfum heyrt af mönnum á öllum svæðum og alls staðar er góð veiði. Það kæmi ekki á óvart ef Stóra endaði í hátt í …

Losnaði flottur dagur í Stóru 1&2

Vegna forfalla var að losna hjá okkur einn dagur á svæði 1&2 – 20-21.09. Rigning er í kortunum svo þetta gæti orðið veisla Daginn má finna hér: Vefsala Stóra 1&2 Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is   

Stuð í Tungufljóti

Tungufljót heldur áfram að gefa og eru að koma á land þetta 2-6 fiskar flesta daga.  Á morgunvaktinni í gær komu þrír fiskar á land og þar af einn 89cm sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Í heildina eru komnir 169 fiskar úr fljótinu.  Veiðikveðja  Jóhann Davíð – jds@lax-a.is 

Stóra Laxá að hrökkva í gang?

Stóra Laxá var orðin illa þjáð af vatnsskorti sem aftur háði veiðiskap. Nú loks gerði rigningu síðustu daga og þá var ekki að sökum að spyrja að veiðin tók við sér á öllum svæðum. Leiðsögumaður á okkar vegum skannaði alla ána og sagi okkur aðþað væri líf á mörgum stöðum.  Þeir eyddu einni kvöldstund á svæði 1&2 og fengu fjóra …

Blanda komin á yfirfall

Ágætu veiðimenn, Blanda er komin á yfirfall. Við fengum neðangreinda tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun þann 29.08. Hætt er við að veiðar á öllum svæðum verði erfiðar fyrstu dagana í framhaldi. Yfirleitt sjatnar áin eitthvað á nokkrum dögum. Allt löglegt agn er nú leyfilegt á öllum svæðum þar til áin dettur aftur af yfifalli. Uppfært 30.08. Blanda er ekki lengur …