Breytt fyrirkomulag í Rangánum 2020

Eins og menn hafa líklegast frétt verður fyrirkomulag veiða nokkuð breytt í Rangánum í sumar og þó meiri breytingar í Eystri ánni.

Í Ytri eru breytingarnar léttar og laggóðar – veitt verður núna um hásumarið frá kl 7-13 og 15-21. Hætt verður að veiða til kl 22:00 á okkar tíma.

Í Eystri eru breytingarnar öllu meiri og verða þær tíundaðar hér að neðan.

Veiðitími: Veitt verður frá 8-13 og 15-20 frá 01.07 -03.09. Eins og menn vita er áin köld og fáir sem hafa viljað rífa sig upp til að byrja kl 7 og því byrjum við klukkutíma seinna. Á kvöldin hættum við fyrr, borðum fyrr og sofnum fyrr eða verðum lengur í pottinum.

Holl: Áin verður veidd í þriggja daga hollum með örfáum undantekningum.

Agn: Nú verður í fyrsta skipti síðan elstu menn muna fluga eingöngu leyfð sem agn frá 01.07 – 20.08.  Eftir 20.08 er allt löglegt agn leyfilegt. Þetta mun að okkar mati gera það að verkum að veiði helst jafnari fram á haustið.

Kvóti: Kvóti verður ríflegur eða fjórir smálaxar á vakt. Laxi 70 cm verður að sleppa í þar til gerðar kistur eða aftur í ána.

Svæði: Öll svæði árinnar verða á okkar forræði á tímabilinu 01.07 -03.09. Þetta er breyting frá því sem var þegar veiðifélagið var alltaf með fjórar stangir og tvö svæði.

Skiptingar: Við höfum ákveðið að breyta skiptingum til að gera þær sanngjarnari. Skiptingar verða sem hér segir: 9/6/3/8/5/2/7/4/1/9/6/3 – Alltaf er hoppað yfir tvö svæði.

Svo er bara að njóta veiðanna í sumar. Síðuritari er viss um að sumarið verður fengsælt!

Hér má finna veiðileyfi í Ytri Rangá:  https://www.lax-a.is/voruflokkur/ytri-ranga/

Og hér er Eystri Rangá: https://www.lax-a.is/voruflokkur/eystri-ranga/ 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is