Ágæt í Ásgarði

Það hefur verið ágæt á Ásgarðssvæðinu í Soginu undanfarið en veiðimenn hafa verið að ná 1-2 löxum á vaktinni. Heyrðum af veiðimanni sem setti í þrjá laxa laugardagsmorgun en eftir að missa tvo af þeim lauk lokaviðreignin með brotni stöng og lönduðum laxi. Það eru hefðbudnir staðir sem hafa verið að gefa en Frúarsteinninn, Símastrengur, Hvannhólmi og Ásgarðsbreiðan hafa oftast verið nefndir. Það má alltaf betra vera en er þetta þó mun betra en fyrir ári síðan.