Veiðin í Miðdalsá

Við vorum að fá glóðvolga veiðibók í hús úr Miðdalsá. Margir unu hag sínum vel í Miðdal í sumar sem leið en þeir hefðu mátt vera fleiri. Miðdalsá leynir nefnilega á sér eins og síðuritari komst að í sumar og lesa má um hér.

En af tölunum. Samkvæmt skráningum komu á land 63 bleikjur og 14 laxar, flestir sem mættu voru að fá einhverja veiði. Skoðum tölurnar nánar.

Fyrsti fiskurinn sem er skráður í bók er lax, þann 12/7 – veiddur í foss.  Sama dag kom á land fyrsta sjóbleikjan og fylgdu þær margar á eftir næstu daga. Fæ að skjóta hér inn að nýveidd sjóbleikja er líklega besti matfiskur í heimi – namm.

Stærsti laxinn sem veidist var veiddur langt fram á dal, það var hrygna sem var áætluð 9 kg og var sleppt aftur til að ljúka hlutverki sínu. Næst stærsti laxinn var veiddur í fossi og vó hann 6,5 kg. Alls veiddust fjórir tveggja ára fiskar, tíu smálaxar.

Stærsta bleikjan sem veiddist var 2 kg, flestar bleikjurnar voru kíló að þyngd.

Skiptingin eftir veiðistöðum er eftirfarandi: Foss: 25 fiskar, Klúka(7): 20 fiskar , Ós: 22 fiskar, Annað: 9 fiskar. Flestir laxar veiddust í fosssi, 8. Flestar bleikjur veiddust í ós, 19.

36 fiskar voru veiddir á flugu og 41 á maðk.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is