Tungufljót að koma til

Tungufljótið var afar seint í gang þetta árið og veiddust fyrstu laxarnir ekki fyrr en í ágúst en í fyrra var hann mánuði fyrr á ferðinni.

Helsta ástæðan fyrir þessu slóri teljum við vera að vatnshiti var afskaplega lágur fram eftir sumri og sá blái hikaði við að ganga upp ferskvatnið. Við heyrðum til að mynda af fiskum veiddum á Iðunni sem menn töldu líklegt að væru á leið í fljótið.

Við slepptum í fljótið 15.000 seiðum síðasta sumar og bjuggumst því við aukinni veiði í ár. Nú upp á síðkastið hefur ástandið verið að batna og menn hafa verið að fá hann þó ekki sé hægt að tala um mok.

Við höldum að fljótið eigi töluvert inni og það verður spennandi að sjá hvort hann rýkur upp núna þegar farið er að rökkva.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is