Syðri Brú er skemmtilegur kostur

Við höfum nú opnað fyrir almennar bókanir í Syðri Brú í Soginu. Svæðið hefur verið ákaflega vinsælt enda er um að ræða einnar stangar laxveiði með fínu nýju húsi skammt frá höfuðborginni.

Í sumar sem leið var veiðin ekkert til að hrópa húrra fyrir en margir gerðu þó ágætis veiði og enginn var svikinn af dvölinni. Sérstaklega var gaman að heyra hvað gekk vel hjá þeim sem reyndu eitthvað nýtt líkt og hann Magnús gerði og sendi okkur skemmtilega frásögn af sem má lesa hér: Veiðisaga frá Syðri Brú

Í Syðri Brú er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppiskylda er á öllum laxi yfir 70cm. Húsið er eins og áður sagði flunkunýtt og sérlega aðlaðandi með uppþvottavél og öllum græjum,  Í því er pláss yfir allt að 8 manns.

Syðri Brú var uppseld í sumar sem leið og afar vel hefur gengið að bóka svæðið fyrir 2015. Því er um að gera að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér daga.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is