Svartá skilaði metveiði árið 2015

Svartá á sér afar tryggan aðdáendahóp enda er hún gjöful, fjölbreytt og frábær fluguveiðiá.  Við sögðum frá því í haust að nýtt met hefði verið sett í ánni og við stöndum við þá frétt og gott betur. Í lokatölur vantaði klakveiðar og því getum við með sanni sagt að nýtt met var sett í ánni. Veiðbók endaði í 619 fiskum en 12 voru veiddir í klak á stöng. Meðalveiði frá 2010 er 383 laxar.

Til að viðhalda þessum góða árangri höfum við ákveðið að setja sanngjarnan kvóta í ána frá og með 2016. Veiðimenn mega hirða tvo smálaxa á stöng á vakt, ekki má færa óveiddan kvóta á milli vakta.

Nokkuð hátt hlutfall af veiðinni í Svartá er stórlax enda þarf hann að kljást við Blöndu áður en hann rennir sér upp ána. Stærsti laxinn í sumar var 22 punda lax sem var veiddur í Ármótum. Eftir sem áður verður sleppiskylda á öllum stórlaxi í ánni.

Afar lítið er eftir af leyfum í Svartá fyrir sumarið 2016.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is