Stuð í Tungufljóti

Hann Arnar tómas var réttur maður á réttum stað þegar hann lenti á göngu í Tungufljóti og óhætt er að segja að hann hafi fengið mikið fyrir peninginn.

Arnar Tómas sendi okkur eftirfarandi frásögn og mynd af fiskunum sem hann hirti:

Jæja þetta kom heldur betur skemtilega á óvart, ég landaði 22 og félagi minn 1 á föstudaginn og slatti af tökum ,allir fiskarir nema 1 voru mjög nýlegir og silraðir og 1 var með lús við kviðuggann,  fiskarnir voru teknir á fossbroti og einn kom í snorrastreng (fór ekkert á aðra staði)  mest allt um og yfir 60cm en ein 80cm hrygna, Tungufljótið er klárlega að koma til og það er töluvert af 2 ára fisk sem eg sá og það er nátturulega bara frábært ,

laugardagurinn var hinsvegar ekki goður. setti I 6 laxa en enginn á land , það var glampandi sól og yfir 15 gráður , og það var klárlega að spila inní. En eg mun klárlega boka aftur á næstu dögum sendi þér myndir og svona lika þá. takk fyrir mig 🙂