Sog Ásgarður – Stórlax og stemming

Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði sem er þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Ásgarður hefur í gegnum tíðina gefið fjölmarga metfiska og er því eftir nokkru að slægjast. Síðasta sumar veiddist stærsti laxinn á landinu einmitt í Soginu.

Sogið er stórskemmtilegt veiðisvæði sem er einstakt á íslenskan mælikvarða. Vatnið er tært eins og fjallalækur en það er mikið af því enda er áin vatnsmesta bergvatnsá á landinu. Laxinn hefur því nægt rými til að leika á veiðimanninn og hann kann að nýta straumþungann sér í vil.

Svæðinu fylgir eitt alflottasta veiðihús á landinu. Húsið sem er staðsett á svonefndum Gíbraltarhöfða er með þrjú tveggja manna herbergi sem eru öll með sér baði og snyrtingu. Svo er auðvitað heitur pottur þar sem hægt er að liggja í bleyti eftir veiðidaginn og horfa dreymandi augum á veiðisvæðið. Í húsinu er lika gufubað og auðvitað er grill, en ekki grilla í gufubaðinu.

Við eigum daga á laxveiðitímabilinu á verði frá 31.00 krónum stöngin á dag. Þess má geta að opnunin er enn laus. Þar er um að ræða daga frá 24-27 júní og er dagsstöngin á 45.000.

Vert er að benda á að við eigum enn nokkrar helgar lausar í silunginn á svæðinu í vor. Þrjár stangir og húsið glæsilega kosta eingöngu 28.500 á dag eða 57.000 helgin.

Við minnum á vildarkúbbinn okkar. Lítill fugl hvíslaði að okkur að það væru miklar líkur á því að Ásgarður verði í næsta tilboðspósti.

Hægt er að skrá sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is