Skotland 2017

Við hjá Lax-Á höfum um áraraðir verið veiðimönnum innan handar við að útvega laxveiðileyfi í Skotlandi. Þar má finnar heimsþekktar ár eins og Dee, Spey o.fl. Tímabilið í Skotlandi er mun lengra en við eigum að venjast hér á norðlægari slóðum og byrjar veiðin í mörgum ám strax í febrúar.

Það er ekki amalegt að geta flogið beint til Aberdeen og vera komin á veiðislóðir eftir stuttan akstur frá flugvellinum. Veiðileyfi í Skotlandi eru á ákaflega hóflegu verði og með lækkun pundsins er þetta orðið enn ódýrara. 

Mjög sniðugt er að sameina t.d verslunarferð til Aberdeen og skreppa í veiði í leiðinni og liðka kasthöndina fyrir íslenska sumarið. 

Jóhann Davíð veitir nánari upplýsingar

jds@lax-a.is