Laxveiðifréttir

Hroarslaekur_urridi

Heyrðum af holli sem var að ljúka veiði í Hróarslæk og var með 6 laxa og tvær bleikjur og fengu þeir fisk meðal annars niður í ós.

Auk þess veiddu þeir urriða sem var hvorki meira né minna en 14 pund, fremur stuttur en alveg sílspikaður og hrikalega sver eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sá hefur lifað góðu lífi á laxaseiðunum í ánni!

Hróarslækur er með þessu komin hátt í þrjátíu laxa, einn spikfeitann urriða og slangur af vænni bleikju.


Heyrðum af manni sem var í Miðdalsá um helgina og fékk þrjá laxa og eina bleikju. Með því er áin komin í 13 laxa og 44 bleikjur.

Bleikjurnar eru frá einu upp í fjögur pund, stærsti laxinn er 13p. Í Miðdalsá er afar fallegt umhverfi og frábært að vera. Kjörið fyrir þá sem vilja taka lífinu með ró og una sér í fjallasal.


Hallá hefur verið ágæt í sumar og flestir verið  að fá fisk sem þar dýfa. Fiskur er orðinn vel dreifður og að sögn er töluvert líf á mörgum stöðum, meðal annars er dalurinn farinn að gefa nokkra flugulaxa. Hallá er í um 90 löxum.