Lax á svæði 4 í Stóru Laxá

Stóra Laxá hefur gengið undir nafni undanfarið en áin hefur verið á milli 25-30m3 síðan hún opnaði 30.júní. Við höfum heyrt af löxum á öllum svæðum þó veiðitölur séu lágar enda áin erfið viðreignar.

Kristján Svan var þó á svæði fjögur í gær en hann náði tveim löxum á seinnivaktinni. Náði hann báðum löxunum á Hólmabreiðunni en hann mistti annan í Bláhyl. Sagði hann marga staði á svæðinu óveiðanlega í þessu vatni en áin var í 30m3 í gærkvöldi.

Laxarnir tveir voru 77sm og 55sm en tók sá stærri hitch. Sá minni var lúsugur en vonandi hafa fleiri fylgt honum. Nú getum við ekki annað vonað að það fari að draga úr þessu mikla vatnsmagni svo við fáum að veiða þessa perlu almennilega.

johann@lax-a.is