Fréttir af Blöndu

Blanda er enn að gefa svolítið. Við tókum stöðuna á ánni og það kemur líklega ekki á óvart en svæði 4 er að gefa best og það bara allt í lagi veiði. Í gærkveldi tóku menn þrjá á svæðinu og svo tvo í morgun.

Neðri svæði eru nokkuð vatnsmikil og er litur á ánni vegna þess að allar vélar virkunarinnar eru keyrðar af krafti þessa dagana. Við heyrðum þó af tveimur fiskum veiddum á svæði 1 í gær og ein stór hrygna kom á land á svæði tvö. Svæði þrjú hefur ekki verið veitt lengi.

Svartá er döpur, þar eru komnir á land 100 laxar sem þykir engin boldungs veiði þar á bæ. Haustið er eftir og þá á þetta eftir að þokast í rétta átt vonandi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Friðrik með fallegan lax af svæði 4 í gær.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð