Frábær opnun í Svartá

Svartá opnaði þann fyrsta júlí með látum. Oft hefur neðri hluti árinnar verið heitastur svona fyrst í opnun en nú bar svo við að lax hafði dreift sér um alla á og töluvert af honum.

Fyrstu vaktina komu sex á land og enginn þeirra af neðsta svæðinu. Hollið endaði með alls tuttugu laxa eftir tvo daga, allt stórlax.

Á meðfylgjandi mynd má sjá 90cm hæng sem tók mikro þýska snældu í Brúnarhyl.

Svartá er nánast uppseld í sumar, síðustu stangirnar má sjá i vefsölunni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð