Enn góður gangur í Blöndu

Við heyrðum í okkar mönnum fyrir norðan og þeir tjáðu okkur að enn væri fantagangur í veiðinni. Menn hafa aldrei séð ána jafn fulla af laxi svona snemma sumars og það streyma inn göngur á hverju flóði.

Menns segja líka að stórlaxinn komi einstaklega vel haldinn úr hafi, sílspikaður og flottur. Sömu sögu höfum við heyrt t.d úr klakveiðinni í Eystri. Þessi góðu skilyrði vita vonandi á gott.

En laxamergðin fyrir norðan er ekki bara að dóla á neðsta svæðinu. Nú hafa yfir 300 fiskar gengið teljarann upp ána sem er met svona snemma sumars.

Eitthvað að smálaxi hefru sést í Blöndu en ekki mikið sem von er svona snemmsumars. Nú er bara að vona að hann mæti jafn vel haldinn og stóri bróðir og þá sjáum við fram á veislu áfram í sumar.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is