Blanda í góðum málum

Blanda_sv_3

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru alveg rífandi kátir á svæði þrjú í Blöndu.  Eftir tvær vaktir voru þeir komnir með yfir 20 laxa og settu þar með bókina í hátt í 50 fiska.

Mest sögðu þeir að þetta væri vel haldinn smálax en nokkrir tveggja ára voru þó með. Þeir misstu eitt ferlíki sem að sögn var sá stærsti sem viðkomandi veiðimaður hefur nokkurn tíma sett í.

Þeir renndu yfir veiðibókina fyrir Blöndu svæði II og hún er líka nálægt 50 löxum, í Blöndu IV hefur verð ágætis gangur og Blanda sv. I er eina svæðið á landinu sem er komið yfir 1000 laxa múrinn.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is