Blanda á góðu róli

Við hleruðum að norðan að Blanda væri í fínum málum.  Frá opnun þann fimmta júní eru yfir 60 laxar komnir á land.

Allt eru þetta rígvænir tveggja ára fiskar, engin undir 76cm en margir á bilinu 80-86cm, spikfeitir og pattaralegir. Nokkrir höfðingjar á bilinu 90 – 92cm hafa tosast upp.

Fáar vaktir hafa núllað en vissulega eru dagarnir að skila mismiklu eftir því hvernig ástandið er á vatninu. Við heyrðum af einum veiðimanni sem datt í lukkupottinn og togaði 10 laxa upp úr ánni á einum degi alla 80cm plús. Það er hrein draumaveiði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

p.s

við erum alltaf að uppfæra vefsöluna okkar, endilega kíkið á framboðið: