Af opnunum Blöndu og Norðurár

Eins og allt veiðifólk ætti að vita þá opnuðu Blanda og Norðurá að morgni dags þess fimmta júní. Menn höfðu nokkuð hófstilltar væntingar og héldu jafnvel að hrímkalt vorið gæti seinkað veiði að einhverju marki.

En ekki var það svo, o sei sei nei. Fyrsti laxinn kom úr Norðurá rétt upp úr sjö og Blanda gaf sinn fyrsta fisk um hálfátta leytið. Það var Siggi Bjössi sem fékk heiðurinn af því að taka fyrsta fiskinn, 76 cm hrygnu á Breiðunni sunnan á Willie Gunn.

Og áfram hélt fjörið, 8 laxar komu á land í opnun í Blöndu sem er prýðilegur árangur. Af þessum átta löxum veiddust 4 á Breiðunni og fjórir komu úr Dammi. Fiskarnir voru allir á bilinu 76-85 cm.

Norðurá opnaði líka af krafti og þar komu 12 fiskar á land í opnun og haugur lak af.

En það er morgunljóst að töluvert af fiski er undir í báðum ám og spennandi verður að skoða framhaldið. Við erum ákaflega glöð með þessar opnanir og bjarstýn á framhaldið.

Við eigum daga í Blöndu á bilinu 7.-11. júni sem hægt er að fá á fínum kjörum, í Norðurá eru lausar 2 áhugaverðar stangir 15.-18. júni en stórstreymt er þann 17.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is