06 July 2015 Höf.

Blanda er áfram í bullgír og blússandi hamingja á bænum.  Spánverjar sem voru við veiðar fyrir helgi lönduðu 76 löxum á fjórar stangir á einum og hálfum degi eða nákvæmlega 6,33 laxa á stöng á vakt! Svæði eitt í Blöndu er í þessum skrifuðu orðum komið í 342 laxa.

03 July 2015 Höf.

Blanda er dottin í súpergír á svæði I og dagarnir hafa verið að gefa hátt í 30 laxa, mest er þetta enn vel haldinn tveggja ára fiskur en smálaxinn er farinn að sýna sig.

30 June 2015 Höf.

Ágætlega hefur gengið í Blöndu og nú er smálaxinn farinn að sýna sig á svæði eitt. Í gær komu 21 lax á land og 19 laxar í fyrradag, það eru fimm laxar á stöng á dag sem er líklega besta veiðin á landinu. Og þó svo að smálaxinn sé farinn að sýna sig þá er þetta enn stórlax í miklum meirihluta.

Lax-á ehf

  • Sími: 531-6100  (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Vertu vinur

Við erum virk á facebook og twitter.