27 July 2015 Höf.

Blanda er aflahæst á landinu og rauf nýlega 2000 laxa múrinn. Það stefnir í algert metsumar í Blöndu!

Nú er hægt að tala um mok á öllum svæðum í ánni, við heyrðum til að mynda af mönnum sem voru að klára túr á svæði 3 og voru með yfir 50 laxa á þremur dögum.

24 July 2015 Höf.

Þessi laxveiði getur verið undarleg. Í fyrra byrjaði Hallá af feiknakrafti og virtist misskilja það orðspor sitt að hún væri hrein síðsumarsá. Í ár er hún tekin til við fyrri iðju og var fremur laxafá í upphafi tímabils en okkur sýnist að nú sé hún að fara að spýta í.

22 July 2015 Höf.

Eins og svo oft hefur verið nefnt þá er Blanda að standa sig prýðilega í ár. Áin er ekki einungis að skila laxi heldur einnig mörgum skælbrosandi veiðimönnum. Einn af þeim er Erling Ágústsson en hann var að veiða á svæði fjögur ásamt Birni Bjarnassyni félaga sínum.

Tók Björn upp upp skemmtilegt myndband af viðreign Erlings við 86sm hrygnu sem hann tók Wolfowits flugu en veiðistaðurinn er Bollastaðabreiða. Lauk þessari viðreign með brosi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Myndband af viðreigninni má svo sjá HÉR - eða https://vimeo.com/134209272.

Lax-á ehf

  • Sími: 531-6100  (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Vertu vinur

Við erum virk á facebook og twitter.