05 October 2015 Höf.

Veiði er nú lokið í Stóru Laxá í Hreppum. Heildartalan úr ánni var 653 laxar sem er örlítið minni veiði en á síðasta ári þegar 882 laxar veiddust.

29 Sept 2015 Höf.

Við vorum að fá í hús lokatölur úr Blöndu sundurliðaðar eftir svæðum. Óhætt er að segja að Blanda hafi verið feikigóð í sumar og reyndar aldrei betri þar sem hún slóg eldra met sitt svo um munaði. Áin í heildina endaði í 4829 löxum en eldra met var 2777 frá árinu 2010 .

28 Sept 2015 Höf.

Samkvæmt okkar kokkabókum eða réttara sagt veiðibókum er komið nýtt met í Svartá í Húnavatnssýslu. Eldra metið var frá árinu 1998 og hljóðaði upp á 619 laxa en nú á sunnudaginn var áin komin í 625 laxa.

Lax-á ehf

  • Sími: 531-6100  (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Vertu vinur

Við erum virk á facebook og twitter.